HEIMASÍÐA BAHÁ'ÍA
Í REYKJANESBÆ
              „Jörðin er aðeins eitt land og mannkynið íbúar þess.“ Bahá'u'lláh
 
 
 
 

 
 
SÖGULEGT ÁGRIP

Bahá’í trúin er sjálfstæð trúarbrögð með eigin helgirit, löggjöf, tímatal og helgidaga. Í trúnni eru engin prestastétt og engir safnaðarleiðtogar. Málefnum trúarinnar er stjórnað af ráðum sem kosin eru árlega í lýðræðislegum kosningum og starfa á alþjóðlegum, þjóðlegu og svæðisbundum sviðum. Saga bahá’í trúarinnar í megindráttum hér að héðan er saga frá upphafi trúarinnar í Íran til okkar tíma þegar trúin hefur breiðst um allan heim og á sér fulltrúa meðal allra þjóða og kynkvísla jarðar.

23. maí 1844
Siyyid Ali-Muhammad, 25 ára gamall kaupmaður í borginni Shíraz í Persíu (Íran), tekur sér  titilinn Bábinn (Hlið) og kunngerir að Guð hafi sent hann  til að ryðja braut nýrri öld og nýjum heimsfræðara sem muni sameina allar þjóðir og trúarbrögð heims.

1844-1850
Trúarkenningar Bábsins breiðast um landið eins og eldur í sinu. Stjórnvöld og klerkar landsins líta á þær sem villutrú og hefja miklar ofsóknir á hendur Bábnum. Meiri en 20.000 fyljendur hans eru myrtir í fjöldamorðum um allt land. Bábinn er mestallan þennan tíma í fangelsi.

9. júlí 1850
Bábinn er tekinn af lífi í Tabríz borg í Íran.  Um 10.000 manns verða vitni að aftökunni. Bahá’íar viðurkenna Bábinn sem sjálfstæðan boðbera Guðs og fyrirrennara Bahá’u’lláh, höfundar bahá’í trúarinnar. Bahá’u’lláh (“dýrð Guðs”) fæddist í Teheran 12. nóvember 1817. Bahá'u'lláh var af göfugum ættum sem rakti ættir sínar til elstu keisaraættarinnar í Persíu. Hann sneri baki við auðæfum og forrrétindum við hirð keisarans og gekk til liðs við Bábinn og varð einn helsti lærisveinn hans.

1852
Bahá’u’lláh er tekinn til fanga, pyndaður og varpað í neðanjarðarfangelsi sem nefndist Svarti pytturinn. Í dýflissunni fær Bahá'u'lláh opinberun um að hann sé boðberinn sem Bábinn sagði fyrir um. Bahá'u'lláh er leystur úr haldi eftir fjóra mánuði og sendur í útlegð til Bagdað í Írak.

1863  
Bahá’u’lláh er gerður útlægur öðru sinni, í þetta skipti til Konstanínópel (Istanbúl). Áður en hann leggur af stað í útlegðina tilkynnir hann að hann sé sá langþráði boðberi Guðs sem Bábinn hafði sagt fyrir um. Trú hans er síðan þekkt undir nafninu bahá’í trúin. Bahá’íar viðurkenna Bahá’u’lláh sem hinn síðasta í röð boðbera Guðs en meðal þeirra eru Abraham, Móses, Krishna, Búddha, Saraþústra, Kristur, Múhammeð og Bábinn.

1863-1892
Bahá’u’lláh opinberar fjölda helgirita sem þar hann kunngerir kenningar sínar, svarar flóknum guðfræðilegum spurningum, setur fram lög trúarinnar og leggur grundvöll að stofnunum hennar. Bahá’u’lláh er einstæður í meðal opinberenda Guðs að því leyti að hann leggur framtíðarmynstur að skipulagi trúar sinnar. Hann ritar einnig bréf og pistla til konunga og stjórnenda samtímans þar sem hann kunngerir trúaropinberun sína og varar þá við afleiðingunum af því að hafna henni.

1868
Stjórn Tyrkjaveldis dæmir Bahá’u’lláh í útlegð og lífstíðarfangelsi  í refsinýlendunni Akka í landinu helga ásamt 70 fjölskyldumeðlimum og fylgjendum sínum. Dóminum var aldrei aflétt en vegna þeirrar virðingar og ástar sem hann ávann sér gat hann undir lokin flutt frá Akká til bústaðar í nágrenni fangelsisborgarinnar. Bústaðurinn nefnist Bahjí.
 
 

Barbra Streisand: God is one, man is one, all religions are one

29. maí 1892
Bahá’u’lláh lést og er jarðsettur í Bahjí, sem er helgasti staður jarðar fyrir bahá’íum og markmið pílagrímsferða tugþúsunda á hverju ári.  Samkvæmt fyrirmælum hans fékk andlegt og stjórnarfarslegt aðsetur trúar hans varanlegt aðsetur á Haifa/Akka svæðinu.Í fyrsta sinn í sögunni hefur stofnandi heimstrúarbragða skilið eftir sig ritaða erfðaskrá. Bahá’u’lláh skipaði elsta son sinn  ’Abdu’l-Bahá  (1844-1921), leiðtoga trúarinnar og gaf honum einum leyfi til að túlka kenningar sínar. Nafnið ’Abdu’l-Bahá þýðir "þjónn Bahá."

1893
Bahá’í trúin var fyrst nefnd á nafn þetta á Heimsþingi trúarbragðanna sem haldið var í Chicago.

9. júlí 1907
Bahá’í ráðið í Chicago er lögformlega stofnað og verður fyrsta bahá’í samfélag í heimi til að öðlast réttarstöðu. Bandaríska bahá’í samfélagið sem þá taldi um 1000 meðlimi hóf að byggja fyrsta bahá’í tilbeiðsluhúsið á Vesturlöndum í Wilmette á bökkum Michigan-vatns.

1911-1913
Eftir ungtyrkjabyltingu svonefndu þegar soldán Tyrkjaveldis var steypt af stóli lauk fangavist ‘Abdu’l-Bahá. Hann ferðast síðan til Evrópu og Norður Ameríku til að kynna kenningar Bahá’u’lláh almenningi og veita ungum bahá’í samfélögum hvatningu.

1921 - Shoghi Effendi
Þegar ‘Abdu’l-Bahá lést 1921 lét hann eftir sig erfðaskrá þar sem hann útnefnir elsta barnabarn sitt Shoghi Effendi (1896-1957) sem arftaka sitt og gefur honum titilinn Vörður Bahá'í trúarinnar.

1927
Andþegt þjóðráð Bandaríkjanna og Kanada er sett á stofn. Samþykktir þess verða síðan fyrirmynd fyrir stofnun meira en 180 andlegra þjóðarráða um allan heim.

1953
Bahá'í tilbeiðsluhúsið í Wilmette er vígt fyrir allmenna tilbeiðslu.

1957
Andlát Shoghi Effendi. Á stjórnartíma hans breiðist trúin um allan heim og gunnur er lagðuur að þjóðlegum og svæðisbundnum stofnunum þess. Vörðurinn þýddi bahá’í  rit úr arabísku og persnesku á ensku, skrifaði sjálfur allmörg stórverk, hélt uppi umfansgmiklum bréfaskriftum og skipulagði Heimsmiðstöð bahá’ía í Haifa. Með Shoghi Effendi lauk þeirri venju að leiðtogahlutverk í bahá’í trúnni gengi í erfðir.

1963 - Allsherjarhúss réttvísinnar
Samkvæmt fyrirmælum Bahá’u’lláh kjósa bahá’íar til Allsherjarhúss réttvísinnar, æðstu stjórnstofnunar trúarinnar, fimmta hvert ár. Bahá’u’lláh veitti Allsherjarhúsinu vald til að setja lög um öll þau málefni sem ekki er beinlínis kveðið á um í bahá’í helgiritum. Allsherjarhúsið sem skipað er níu meðlimum tryggir órofa einingu bahá´í samfélaganna um heim allan.

Bahá'íar á okkar dögum
Í bahá’í heimssamfélaginu eru meira en 5 milljón meðlimir frá rúmlega 2000 þjóðum og þjóðernisminnihlutum. Bahá'í samfélög eru virk í rúmlega 230 löndum og andleg þjóðarráð eru starfandi í 182 löndum.


 

 

dagskra
         
Bahá'í miðstöðin, Túngötu 11, 230 Reykjanesbær
gsm: 772 4878 -bahaitru@bahaitru.net