HEIMASÍÐA BAHÁ'ÍA
Í REYKJANESBÆ
              „Jörðin er aðeins eitt land og mannkynið íbúar þess.“ Bahá'u'lláh
 
 
 
 

 
 
FÉLAGSLEGAR KENNINGAR

Samkvæmt kenningum Bahá’u’lláh er það vilji Guðs að afmá hefðbundin og ævagömul mörk milli stétta, kynþátta og þjóðerna. Heimurinn stendur því á þröskuldi nýrrar heimssiðmenningar. Forsendur hennar eru eftirfarandi samkvæmt kenningum Bahá’u’lláh:

  • Útrýming hverskyn fordóma
  • Jafnrétti karla og kvenna
  • Viðurkenning á einingu trúarbragða
  • Viðurkenning á einingu mannkyns
  • Útrýming sárrar fátæktar annarsvegar og auðssöfnunar hinsvegar
  • Allherjarskyldumenntun sem nær til allra jarðarbúa
  • Eitt alþjóðlegt hjálpartungumál sem kennt verði í öllum skólum
  • Samstilling og gagnkvæm virðing vísinda og trúar
  • Jafnvægi milli náttúru og tækniframfara (sjálfbærni)
  • Heimsbandalag sem tryggir öryggi og verndar einingu mannkyns.

 

 

BAHÁ'Í TRÚ: 1/5 - 2/5 - 3/5 - 4/5 - 5/5

Ný siðmenning
Eitt merkilegasta framlag bahá’í trúarinnar til nýrrar siðmenningar eru kenningar hennar um nýtt heimsskipulag. Bahá’u’lláh benti á að stjórnarfar heimsins sé úrelt, hafi gengið sér til húðar og sé ekki lengur í samræmi við þarfir tímans. Hann sagði fyrir meira en 140 árum:

„Því er miður, vindar örvæntingar blása úr öllum áttum og deilurnar sem þjaka og aðskilja mannkynið magnast dag frá degi. Tákn aðsteðjandi hamfara má nú þegar greina því að ríkjandi skipulag sýnist meingallað“ ( Úrval úr ritum Bahá’u’lláh, CX)

Bahá’u’lláh kennir að stjórnarfar heimsins skuli byggjast á meginreglum réttlætis og sameiginlegs öryggis. Nauðsynlegt sé að koma á sameiginlegu  alþjóðlegu stjórnkerfi: löggjafarstofnun sem nái til alls heimsins, framkvæmdavald til að fylgja lögunum eftir og dómsvald sem sker úr um ágreiningsefni. Þeir sem þjóna þessum stofnunum ættu að líta á sig sem fulltrúa alls heimsins. Hann lagði jafnframt áherslu á að aðeins væri hægt að koma á friði í heiminum með slíku hnattrænu kerfi sem myndi tryggja öllum þjóðum og menningarheildum jafna möguleika og jöfn tækifæri til að taka þátt í þróun hnattrænnar siðmenningar.


 

 

dagskra
         
Bahá'í miðstöðin, Túngötu 11, 230 Reykjanesbær
gsm: 772 4878 - bahaitru@bahaitru.net