HEIMASÍÐA BAHÁ'ÍA
Í REYKJANESBÆ
              „Jörðin er aðeins eitt land og mannkynið íbúar þess.“ Bahá'u'lláh
 
 
 
 

 
EIN SAMEIGINLEG TRÚ

Mörg hinna stóru trúarbragða heimsins hafa hneigst til þess að afla sér fylgis og áhrifa með því að hafna sannleiksgildi annarra trúarbragða og gera tilkall til þess að sitja uppi með allan sannleika í trúarefnum.

Samkvæmt bahá‘í trúnni eru öll opinberuð trúarbrögð sögunnar komin frá einum og sama Guði. Með opinberuðum trúarbrögðum er átt við trúarbrögð sem styðjast við ritningar og opinberanda sem gerir tilkall til þess að flytja mönnunum boðskap og leiðsögn frá Guði. Trúarbrögðin hafa leitt mannkynið stig af stigi til andlegs og siðferðilegs þroska með atbeina þessara opinberenda.

Andlegar kenningar um frið, réttlæti og ást meðal manna eru eilíf sannindi og innsti kjarni allra trúarbragða. Nýr opinberandi Guðs endurnýjar þennan eilífa sannleika en flytur mönnunum einnig  nýja sýn og nýja leiðsögn sem er í samræmi við andlegan þroska og félagslegar aðstæður þeirrar kynslóðar sem hann dvelur með. Þessi leiðsögn er löguð að ytri og innri þörfum manna á hverjum tíma á sama hátt og foreldri mætir þörfum barna sinni með mismunandi leiðsögn í samræmi við þroska þeirra á hverju aldurskeiði.

Bahá’u’lláh segir að mannkynið sé að verða fullveðja. Það verði að hverfa frá gömlum venjum og taka upp nýtt heimsskipulag sem byggist á einingu, ást og þjónustu við sameiginlega hagsmuni alls mannkyns. Hann sagði: „Velferð mannkyns, friður þess og öryggi, verður aldrei að veruleika fyrr en eining þess hefur verið tryggilega grundvölluð“

 

 
 

Bahá'í trúin: 1/3 - 2/3 - 3/3 - 4/5 - 5/5

Það er þessi ást og eining sem er verkefni bahá’í trúarinnar, yngstu trúarbragða heims. Trúin eru fyrirbæri sem nær til innsta og dýpsta kjarna mannsálarinnar. Hún hefur vakið hæfni með heilum samfélögum til að elska, fyrirgefa, skapa, sýna hugrekki, sigrast á fordómum, fórna til góðs fyrir aðra og tempra óæðri hvatir mannsins svo sem sjálfselsku og árásargirni.

Vegna þeirra djúpstæðu áhrifa sem hún hefur á líf manna og samfélaga hafa valdastofnanir sem vaxið hafa innan trúarbragðanna án sérstaks umboðs frá opinberendum þeirra hneigst til að nota hana sem pólitískt tæki í valdabaráttu innbyrðis og við önnur trúarbrögð. Hvergi í orðum eða upprunalegum ritningum trúarbragðanna eru gefin heimild til átaka af þessu tagi og þau ganga þvert á anda og bókstaf hinnar eilífu trúar Guðs.

 


 

 

dagskra
         
Bahá'í miðstöðin, Túngötu 11, 230 Reykjanesbær
gsm: 772 4878 - bahaitru@bahaitru.net