HEIMASÍÐA BAHÁ'ÍA
Í REYKJANESBÆ
              „Jörðin er aðeins eitt land og mannkynið íbúar þess.“ Bahá'u'lláh
 
 
 
 

 
DAGSKRÁIN Í REYKJANESBÆ

Kosning fulltrúa til Landsþings bahá'ía 2011
Kosning til kjördæmisþings í Reykjaneskjördæmi fór fram 15. febrúar í Bahá'í miðstöðinni Túngötu 11. Fulltrúar okkar á Landsþingi 23.-24. apríl verða þær Lilja Tahirih Þorsteinsdóttir og Antje Müller. Varamaður: Hafdís Ásgeirsdóttir.

19.-20. febrúar 2011:
Kanadísku hjónin Larry og Marge Clarke stýrðu dýpkun og umræðum um bréf Allsherjarhússins frá 28. desember 2010 til ráðstefnu ráðgjafanna í landinu helga. Larry og Marge voru meðal fyrstu bahá'íanna sem settust að í Keflavík fyrir um 40 árum síðan.

Næsti Svæðisráðsfundur
Næsti fundur Andlega svæðisráðsins í Reykjanesbæ verður haldinn föstudaginn 25. mars, hefst kl. 20 að venju.

Naw-Rúz hátíðin 168 e.B.
Naw-Rúz hátíðin árið 168 verður haldin sunnudaginn 20. Mars, kl. 18:00 í Haukahúsinu á Ásvöllum í Hafnarfirði. Mæting er kl. 17:00 - 17:30. Fólk komi með mat, eftirrétti og drykkjarföng fyrir sig og gesti sína. Minnt er á að fyrsta bæn hefst kl. 17:45.

Barnakennsla
Barnakennsla fer fram annan hvern laugardag í bahá'í miðstöðinni, Túngötu 11 í Keflavík. Kennt er frá kl. 11-12, kennarar Sigurbjörg og Lilja. Næsta kennslustund 27. febrúar. Öll börn á aldrinum 6-12 ára eru velkomin í kennsluna.

Helgistundir
Helgistundir eru haldnar alla fimmtudaga í bahá'í miðstöðinni Keflavík og hefjast kl. 20. Dýpkanir og kynningar sem haldnar verða í tengslum við helgistundirnar.

Unglingahópar
Námshringir fyrir unglinga á aldrinum 12-15 ára eru haldnir reglulega í Reykjavík. Möguleiki er að fá leiðbeinendur þaðan til halda slíka námshringi í Reykjanesbæ. Hafið samband við Jakob í s. 822 3637 eða Dagbjart í síma 772 8939.


 
 

Bahá'í listamenn um allan heim

Barbra Streisand: One God, One religion

Frá Bahá'í heimsmiðstöðinni í Ísrael

Hljómar 1967 - Þú og ég

 

 

dagskra